16. október. 2015 01:12
Fréttavefurinn mbl.is greinir frá því nú klukkan 13 að sjúkrabíll sé nú á leið með ökumann bifreiðar á Sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hann ók bíl sínum útaf á Holtavörðuheiði fyrr í dag. Ekki er vitað um meiðsl hans á þessari stundu, en bifreiðin sögð lítið skemmd. Mbl.is hefur eftir lögreglunni á Blönduósi að ekki sé vitað um tildrög slyssins, en aðstæður til aksturs séu góðar.