Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2015 08:01

Þorsteinn Már genginn til liðs við Víking

Grundfirðingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson gekk nýverið til liðs við Víking Ólafsvík eftir að hafa verið í herbúðum KR síðan 2012. Þess má geta að hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Víkings. Þorsteinn var lánaður til Víkings seinni hluta tímabilsins 2014 en lék svo með KR í sumar við góðan orðstír. „Ég er fyrst og fremst mjög sáttur með félagaskiptin. Hugurinn leitaði alltaf heim og því var Víkingur Ólafsvík efst á óskalistanum,“ sagði hann í samtali við blaðamann. Önnur lið sýndu honum einnig mikinn áhuga og voru einhverjar þreifingar búnar að fara fram. „Já, ég var búinn að ræða við nokkur lið sem voru áhugasöm en eftir að ég hóf viðræður við stjórn Víkings þá var þetta aldrei spurning,“ segir Þorsteinn Már.

 

 

Knattspyrnumaðurinn knái stundar nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. „Ég er í fjarnámi við Landbúnaðarháskólann þar sem ég legg stund á umhverfisskipulag og mæti ég þangað einu sinni í viku. Ég mun útskrifast í vor,“ segir Þorsteinn. Hann mun flytja vestur um áramótin með unnustu sinni og ljúka fjarnáminu þaðan. „Já, það munar ekki miklu fyrir mig en ég reikna með að ég sé svipað lengi að keyra frá Grundarfirði eins og frá Reykjavík,“ bætir hann við.

 

Þorsteinn mun hefja æfingar með Víkingi Ólafsvík núna í nóvember. „Það er æfingahópur hérna í Reykjavík sem ég mun byrja að æfa með. Margir strákar sem spila með liðinu eru í námi og því búsettir í Reykjavík. Svo byrja ég að æfa í Ólafsvík strax eftir áramót þegar ég flyt vestur og ég hlakka mikið til þess,“ bætir hann við.

Aðspurður segist Þorsteinn skilja í góðu við KR. „Það voru hæðir og lægðir í þessu hjá mér en heilt yfir skil ég sáttur við KR. Bæði stjórn og þjálfara.“ Hann hefur tvívegis orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari með KR. Hann spilaði 86 leiki fyrir KR og skoraði í þeim 17 mörk í deild og bikar.

 

Þorsteinn er spenntur fyrir komandi verkefnum með liðinu og hlakkar mikið til að hefja þennan kafla á ferli sínum. „Stuðningsmennirnir í Ólafsvík eru engum líkir. Ég hlakka mikið til að spila aftur á Ólafsvíkurvelli fyrir framan þessa frábæru stuðningsmenn. Það er fátt sem er meira gefandi en það,“ segir Þorsteinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is