Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2015 09:01

Áhugafólk um ferðaþjónustu ætlar að hittast reglulega

Nýverið hittust áhugamenn um ferðaþjónustu á Akranesi og ræddu málin. Hilmar Sigvaldason vitavörður í Akranesvita stóð fyrir fundinum og segir hann hafa verið vel heppnaðan. „Þetta voru allt aðilar af Akranesi úr ferðaþjónustu og frá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu óbeint. Ferðaþjónusta er svo víðtækt hugtak, það er nefnilega ekki bara upplifun að skoða, gista og borða heldur koma inn í þetta fjölmörg önnur atriði, svo sem íþróttir, tónlist og myndlist,“ segir Hilmar. Hann segir aðilana hafa kynnt sitt, skipst á skoðunum og rætt um sameiginlega ferðaþjónustu, hversu mikilvæg hún er. Hilmar segir hópinn hafa ákveðið að gera Facebook síðu ætlaða fyrir áhugamenn um ferðaþjónustu og ákveðið hafi verið að hittast reglulega í framhaldinu. „Þetta verða ekki formlegir fundir, þetta er ekki félagsskapur sem slíkur heldur bara einn lítill þáttur í því að efla samstarf ferðaþjónustuaðila. Þetta er bara fólk að hittast og ekkert endilega þeir sem eru í bransanum, heldur líka þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu. Ég hefði reyndar viljað sjá fólk úr Hvalfjarðarsveit líka, því þetta eru svo nátengd svæði sem eiga margt sameiginlegt. Ef við stöndum saman erum við sterkari. Við þurfum á því að halda að kynna okkur og koma okkur á kortið, allavega á betra kort en við erum á í dag.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is