Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2015 01:01

Lokaleikhlutinn varð Snæfellingum að falli

Karlalið Snæfells tók á móti Njarðvíkingum í öðrum leik liðanna í Domino‘s deildinni í körfuknattleik í Stykkishólmi í gær. Gestirnir höfðu yfirhöndina framan af en Snæfellingar komu sér snarlega inn í leikinn aftur með góðum spretti og voru einu stigi undir í hálfleik, 45-46 og spennan farin að magnast í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Liðin fylgdust áfram að og bæði lið höfðu 69 stig fyrir lokaleikhlutann. Þar náðu Snæfellingar sér alls ekki á strik og skoruðu aðeins fjögur stig. Njarðvíkingum tókst því loks að slíta sig frá heimamönnum og höfðu á endanum ellefu stiga sigur, 73-84.

Sherrod Wright skoraði 24 stig í liði Snæfells, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Austin Bracey skoraði 12 stig og Sigurður Þorvaldsson skoraði 11 stig og tók 9 fráköst.

 

Næsti leikur Snæfells verður gegn nýliðum Hattar á Egilsstöðum föstudaginn 23. október næstkomandi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is