Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2015 12:01

Skagasigur í fyrsta leik - leika í Hveragerði á morgun

ÍA mætti Sandgerði suður með sjó í fyrsta leik liðsins í 1. deild karla í körfuknattleik föstudaginn 16. október síðastliðinn. Í frétt hér á síðunni og í blaði Skessuhorns var sagt að næsti leikur ÍA liðsins yrði á heimavelli. Það er ekki rétt og leiðréttist hér með. ÍA mæti Hamri annað kvöld, föstudag, og verður leikurinn spilaður í Hveragerði.

 

Í leiknum gegn Sandgerði skiptust liðin á að leiða fyrsta leikfjórðunginn en heimamenn í Sandgerði náðu undirtökunum í upphafi annars leikhluta. Með snörpum kafla náðu Skagamenn að minnka forskotið niður í tvö stig áður en hálfleiksflautan gall, 39-37.

 

Eftir leikhléið hófu liðin á ný að kasta forystunni á milli sín allt þar til Skagamenn náðu tökum á leiknum þegar um sjö mínútur voru eftir. ÍA fagnaði að lokum 13 stiga sigri, 65-78.

Leikstjórnandinn Sean Tate skoraði 36 stig og nýting hans var einstaklega góð, en hann hitti úr 67% skota sinna utan af velli. Áskell Jónsson kom næstur honum með 13 stig og átta fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is