Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2015 01:53

Tveir Íslandsmeistaratitlar á Vesturland

Síðastliðinn laugardag var ekin lokaumferðin í Íslandsmótinu í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum; jeppaflokki, flokki bíla án túrbínu og heildarkeppninni, en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbúnaði. Mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og sama var uppi á teningnum á keppnisdaginn, auk þess sem allhvasst var meðan keppni stóð yfir. Aðstæður voru því erfiðar, vegir bæði mjúkir og ósléttir en keppendur létu það þó ekki á sig fá enda dýrmæt stig í boði. Barist var af öllu afli en andstætt síðustu umferð var einungis ein áhöfn sem ekki lauk keppni.

 

 

Úrslit í umferðinni urðu þau að Daníel og Ásta Sigurðarbörn sigruðu með yfirburðamun. Þau óku nú í fyrsta skipti á nýjum Subaru bíl sínum en í öðru sæti urðu Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson. Í því þriðja lentu Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson en þeir hafa lent í miklum hrakföllum í sumar. Ljóst var í lok dags hverjir hömpuðu Íslandsmeistaratitlum. Í jeppaflokki urðu þeir Þorkell Símonarson, Keli vert, og Anna María Sighvatsdóttir stigahæst og því meistarar. Má þess geta að þetta var fyrsta keppnissumar Önnu Maríu sem verður að teljast mjög góður árangur. Keli hefur í sumar keppt ásamt Þórarni K. Þórssyni á Toyota Hilux bifreið. Hafa þeir nýtt ýmsa hluti til endurbóta á bílnum svo sem golfkúlu sem hnúð á gírstöngina. Í flokki bíla án túrbínu sigruðu þau Baldur Arnar Hlöðversson og Hanna Rún Ragnarsdóttir eftir harða baráttu við hjónin Ólaf Þór Ólafsson og Tinnu Rós Vilhjálmsdóttur. Draumur Óla og Tinnu varð að engu eftir að dekk sprakk á þriðju sérleið.

 

Í heildarkeppni urðu Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki og Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi í forystu fyrir umferðina. Var ljóst út frá stigagjöf að þeim myndi nægja sjötta sætið í lok dag. Örlaði á taugatitringi í þeirra liðsbúðum eftir hrakfarir síðustu umferðar á Skjaldbreiðarvegi en þessir þaulreyndu ökumenn óku af skynsemi í bland við góðan hraða, allar fjórar leiðirnar og uppskáru þannig annað sætið. Sýndu þeir enn og aftur að ekki skal eingöngu leggja áherslu á hraðan akstur heldur þarf skynsemi og útsjónarsemi að vera með í för. Með þetta í farteskinu tryggðu þeir sér Íslandsmeistaratitilinn, annað árið í röð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is