Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2015 09:01

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á föstudaginn

Veiðidagar rjúpu verða tólf að þessu sinni og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 23. október til 15. nóvember. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 54 þúsund rjúpur. Sölubann á rjúpum er áfram í gildi og hyggst Umhverfisstofnun fylgja því eftir. Í reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum eru tilgreindir veiðidagar rjúpu til þriggja ára. „Meginstefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær og að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin nota. Stundaðar eru rannsóknir og vöktun á stofninum og er stjórnkerfi rekið í því skyni að stýra veiðinni,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Þannig eru meginþættir veiðistjórnunar á rjúpu þrír: Í fyrsta lagi sölubann, í öðru lagi hvatning um hófsemi og í þriðja lagi sóknardagar og hefur heildarveiði á rjúpu minnkað töluvert á undanförnum árum af þessum sökum en ekki síst vegna þess hve stofninn er lítill. „Eru veiðimenn hvattir til að veiða ekki fleiri rjúpur en hver og einn þarf auk þess sem þeir eru beðnir að gæta þess að særa ekki fugl umfram veiði.“

Holl ráð

Hér að neðan má finna nokkur holl ráð sem gott gæti verið fyrir rjúpnaveiðimenn að hafa í huga.

 

 Mikilvægt er að veiðimenn búi sig vel, kynni sér í þaula færð og veður fyrir brottför og taki fullt mark á viðvörunum.

 Gera ferðaáætlun og skilja hana eftir hjá vandamönnum og á safetravel.is. Þar þarf að koma fram hvert á að fara, hverjir eru með í för, með hvaða búnað og hvenær áætlað er að koma til baka.

 Klæðast fatnaði í nokkrum lögum og það ysta vel vind- og vatnshelt og í áberandi lit.

 Vera í vatnsheldum skóm með grófum sóla.

 Hafa áttavita, kort og fjarskiptatæki með í för. Gæta þess að allar rafhlöður séu vel hlaðnar og vera með 112 snjallsímaforritið í símanum.

 Vera á vel útbúnum bíl, á góðum vetrardekkjum og hreinsa þau með tjöruhreinsi áður en lagt er af stað.

 Hafa orkuríkt nesti og nægan vökva með í för og gott er að hafa hluta vökvans heitan.

 Ekki vera ein/n á ferð og gæta að öðrum veiðimönnum.

 Aldrei geyma byssuna hlaðna í bílnum og hafa að sjálfsögðu öryggið á á göngu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is