Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2015 06:01

Heimsmetsjöfnun á Akranesi

Laugardaginn 17. október mætti ÍA liði ÍR-PLS í fyrstu og efstu deild Íslandsmótsins í keilu. Leikurinn, sem var frestaður leikur úr annarri umferð, fór fram í keilusal íþróttahússins við Vesturgötu á Akranesi. Fór svo að Skagamenn þurftu að játa sig sigraða með tvo vinninga gegn tólf vinningum gestanna. Í viðureigninni náði ÍR-ingurinn Róbert Dan Sigurðsson tólf fellum í röð, fullkomnum leik sem skilaði 300 stigum. Fleiri stig er ekki hægt að fá í einum leik í keilu og er leikur Róberts því jöfnun á heimsmeti, hvorki meira né minna. Einn leikmanna ÍA hafði orð á því að heimsmet hafi þurft til að sigra þá, engu að síður veitti það þeim takmarkaða huggun.

 

Keilufélag Akraness hefur byrjað útsendingar á viðureignum sínum í gegnum vefinn ustream.tv/gudlaug og var leikurinn á laugardaginn líklega fyrsti 300 leikurinn sem sýndur er í beinni útsendingu hér á landi. Unnið er að því þessa dagana að klippa skorkerfi lanetalk.com, sem hægt hefur verið að fylgjast, saman við beinar útsendingar frá leikjum keilufélagsins.

Síðastliðinn sunnudag fór fram önnur viðureign í Íslandsmótinu í keilu á Vesturgötunni þegar ÍA-W sigraði KR-C, 10-4. Litlu munaði að sigur ÍA-W yrði stærri, því liðið tapaði síðasta leik þeirrar viðureignar með aðeins einum pinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is