Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2015 04:39

Bryndís tryggði Snæfelli sigur með flautukörfu

Íslandsmeistarar Snæfells mættu Stjörnunni í æsispennandi leik í Domino‘s deilda kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi síðastliðinn laugardag. Heimamenn í Snæfelli byrjuðu betur, skriðu hægt og rólega fram úr gestunum og leiddu með 18 stigum í hálfleik, 53-35. Leikmenn Stjörnunnar gáfust þó ekki upp og söxuðu smám saman á forskot Snæfells í síðari hálfleik. Þegar 0,3 sekúndur voru eftir á klukkunni var staðan jöfn, 93-93 og Snæfell átti innkast við endalínu gestanna. Haiden Palmer gaf stutta sendingu inn á Bryndísi Guðmundsdóttur sem skoraði og tryggði Snæfelli dramatískan tveggja stiga í Stykkishólmi, 95-93. Var þetta fyrsti leikur Bryndísar fyrir Snæfell í ár, en aðeins sólarhring áður náði hún samningi við liðið um að leika með því í vetur og sagði um leið skilið við Keflavíkurliðið. Hún skoraði 15 stig og gaf fimm stoðsendingar í þessum upphafsleik sínum með Snæfelli.

Haiden Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 35 stig. Hún tók auk þess fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 17 stig og tók sex fráköst.

 

Næst leikur Snæfell gegn Haukum í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. október næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is