Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2015 04:39

Bryndís tryggði Snæfelli sigur með flautukörfu

Íslandsmeistarar Snæfells mættu Stjörnunni í æsispennandi leik í Domino‘s deilda kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi síðastliðinn laugardag. Heimamenn í Snæfelli byrjuðu betur, skriðu hægt og rólega fram úr gestunum og leiddu með 18 stigum í hálfleik, 53-35. Leikmenn Stjörnunnar gáfust þó ekki upp og söxuðu smám saman á forskot Snæfells í síðari hálfleik. Þegar 0,3 sekúndur voru eftir á klukkunni var staðan jöfn, 93-93 og Snæfell átti innkast við endalínu gestanna. Haiden Palmer gaf stutta sendingu inn á Bryndísi Guðmundsdóttur sem skoraði og tryggði Snæfelli dramatískan tveggja stiga í Stykkishólmi, 95-93. Var þetta fyrsti leikur Bryndísar fyrir Snæfell í ár, en aðeins sólarhring áður náði hún samningi við liðið um að leika með því í vetur og sagði um leið skilið við Keflavíkurliðið. Hún skoraði 15 stig og gaf fimm stoðsendingar í þessum upphafsleik sínum með Snæfelli.

Haiden Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 35 stig. Hún tók auk þess fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 17 stig og tók sex fráköst.

 

Næst leikur Snæfell gegn Haukum í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. október næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is