Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2015 02:01

Samstöðuganga á Akranesi

Sjúkraliðar, lögreglumenn og félagsmenn SFR á Akranesi gengu fylktu liði í samstöðugöngu á Akranesi fyrr í dag. Gengið var frá Akratorgi upp að Ráðhúsinu við Stillholt. Lögreglubifreið með blikkandi ljós fór fyrir hópnum og vakti athygli fólks á göngunni. Í morgun lögðu um 200 manns í samstöðugöngu frá Hlemmi í Reykjavík niður að stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu þar sem hópurinn krafðist sömu kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn.

Fundi í kjaradeilu SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, sjúkraliða og lögreglumanna hjá ríkissáttasemjara lauk rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og hófst nýr fundur klukkan tvö í dag. Tveggja daga verkfallslotu sjúkraliða og félagsmanna í SFR lýkur á miðnætti. Náist samningar ekki í dag verða sjúkraliðar á Landsspítala, Heilbrigðisstofnunum Austurlands og Suðurnesja í verkfalli frá klukkan átta til fjögur næstu daga. Ótímabundið verkfall er hjá félagsmönnum SFR hjá sýslumönnum, ríkisskattstjóra, tollstjórum og á Landspítala. Dragist samningaviðræður á langinn hefst ný tveggja sólarhringa verkfallslota á fimmtudag í næstu viku.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is