Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 11:01

Bók um ævi Skúla Alexanderssonar væntanleg

Á næstu dögum kemur út ævisaga Skúla Alexanderssonar fyrrum oddvita og alþingismanns. Hún ber titilinn; „Þá hló Skúli - ævisaga Skúla Alexanderssonar alþingismanns og oddvita undir Jökli“ og er færð í letur af Óskari Guðmundssyni rithöfundi í Véum í Reykholtsdal. „Í bókinni er sagt frá ýmsum æviskeiðum Skúla, svo sem uppeldi hans á Ströndum þar sem allt lék í lyndi og „síld gekk upp um allt land,“ eins og segir í Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Snorra Sturluson. Eftir ævintýri í Reykjavík og á Akureyri gerðist hann landnámsmaður í Neshreppi undir Jökli og settist að á Hellissandi. Margir vilja eigna honum ákveðna byltingu sem varð í menningu og atvinnulífi þar um slóðir. Bókin rekur ævisögu Skúla, segir auðvitað mikið af þátttöku hans í stjórnmálum bæði heima fyrir og á þingi, sem og þátttöku hans í atvinnulífinu fyrir vestan.

Margt held ég sé í bókinni sem veki áhuga manna. Meðal annars gerir hann upp við kvótakerfið með eftirminnilegum hætti, enda átti hann um sárt að binda eftir atganginn er því var komið á. Þá eru feikna skemmtilegir og fróðlegir þættir um síldarævintýrið á Ströndum og uppbygginguna undir Jökli, og ekki síst alls konar þjóðlegur fróðleikur af vesturhelmingi landsins,“ segir Óskar Guðmundsson. Titill bókarinnar vísar til þess að Skúli hló bæði hærra og innilegra en flestir menn. „Við vorum búnir að vera að hittast og vinna að þessari bók í nokkur misseri áður en Skúli féll frá 23. maí í vor. Okkur tókst að ljúka bókinni, reyndar settum við síðasta punktinn tveimur dögum áður en hann lést.“

 

Óskar hefur áður skrifað ævisögur merkra manna, svo sem sögu Snorra Sturlusonar sem kom út árið 2009 og ævisögu Þórhalls Bjarnarsonar biskups sem var gefin út 2011. Bókin „Þá hló Skúli“ er nú rétt ókomin úr prentun. Þess má vænta að hún verði komin í verslanir í næstu viku. Hún er 325 blaðsíður og prýdd fjölda ljósmynda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is