Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 10:01

Fjölbreytt beinasafn notað í kennslu í búfræði

Landbúnaðarháskólinn á myndarlegt safn beina sem notað er við kennslu í búfræði á Hvanneyri. Safnið telur meðal annars nokkrar hauskúpur íslenskra húsdýra, svo sem hrossa, nauta, kinda og svína. Nokkur hluti safnsins hafði um árabil legið ónotaður í geymslu í Halldórsfjósi. Þegar Edda Þorvalsdóttir kennari hóf störf við bændadeildina, nú búfræðibraut LbhÍ, á Hvanneyri 1985, hafði hún áhuga á að kenna verklega líffræði en ekki bara bóklega eins og þá hafði tíðkast um árabil.

 

 

Ábending kom til Eddu um að eitthvað af „beinarusli“ væri á fjósloftinu. Þar reyndist um veruleg verðmæti að ræða í kennslufræðilegum skilningi, bein sem hafa verið notuð síðan til kennslu og töluverðu hefur verið bætt í þetta safn eftir það, bæði af kennara og vildarvinum sem lagt hafa margvíslegar viðbætur í beinasafnið. Líklega er elsti gripurinn sem fannst á fjósloftinu, hauskúpa af nautgrip, þar sem holhroðinn er sýnilegur. Lengi hékk við hana merkimiði sem benti til að þetta hefði verið gjöf til skólans snemma á síðustu öld. Innan um hefðbundin bein búfjár má að auki sjá hauskúpur af síamstvíburalömbum, bein sem orðið hafa fyrir ýmiskonar áverkum og nánast heila beinagrind af hrossi.

 

Nýjasta viðbótin verður síamskálfurinn sem kom í heiminn síðastliðið vor á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi, en drapst í fæðingu. Kálfurinn var gefinn Landbúnaðarháskólanum og fengu nemendur í líffærafræði búfjár á búvísindabraut að fylgjast með krufningu hjá Kristínu Þórhallsdóttur dýralækni frá Laugalandi og kennara við skólann. Skrokkurinn var síðan settur í hreinsun hjá fjörumarflóm og verða þær að vonum búnar að hreinsa allt utan af beinunum fyrir veturinn og þar með verður komin enn ein góð viðbótin við beinasafn LbhÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is