Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 08:01

Lagt til að taka kútterinn niður og reisa honum minnisvarða

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt að fela bæjarstjóra að senda erindi til Minjastofnunar þar sem óskað verður heimildar til að nýta áður veittan fimm milljóna króna styrk frá forsætisráðuneytinu í fyrsta áfanga verkefnisins til varðveislu heimilda um Kútter Sigurfara. Verkefnið byggir á tillögum Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar um framtíðarvarðveislu heimilda og þekkingar um skipið, miðlun þekkingarinnar og gerð minnisvarða. Þjóðminjasafnið og Akraneskaupstaður stóðu að úttekt á varðveislugildi skipsins á þessu ári og kom í ljós að möstur, reiði og bóma eru í hvað bestu standi en aðrir hlutar skipsins eru nánast ónýtir. Í tillögunum er því lagt til að skipið verði tekið í sundur og nákvæm skráning gerð á efnivið þess, upplýsingum og þekkingu á smíði þess, sögu og varðveislugildi. Í þessum fyrsta áfanga verði verkefnið skipulagt og komið á samskiptum við þá aðila hér á landi og erlendis sem tengjast minjavörslu en einnig aðilum á sviði lista og hönnunar með það að markmiði að búa til minnisvarða úr heillegum hlutum skipsins.

 

 

Varðandi önnur skip á Safnasvæðinu í Görðum segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri að áhersla Byggðasafnsins í Görðum verði á að varðveita þá smábáta sem hafa verið skráðir til sjós á Akranesi og er stefnt á að ljúka byggingu bátaskýlis á safninu næsta sumar. Fleiri breytingar eru í farvatninu á safninu en það verður eins og komið hefur fram í Skessuhorni, lokað í vetur vegna endurgerðar sýninga. Þó er hægt að panta opnun fyrir hópa. Þá hafa menningar-og safnamál verið í gagngerri skoðun hjá Akraneskaupstað og í Skessuhorni í dag er einmitt auglýst staða nýs forstöðumanns í málaflokknum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is