Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 06:01

Winter Bay á leið til baka um Íshafið

Flutningaskipið Winter Bay flutti í sumar um tvö þúsund tonn af frystum hvalaafurðum frá hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði frá Hafnarfirði til Osaka í Japan. Sú sigling vakti mikla athygli á alþjóða vísu þar sem þetta var í fyrsta sinn sem siglt var með frosnar sjávarafurðir um norðausturleiðina svokölluðu en svo nefnist siglingaleiðin úr Norður Atlantsahafi norður fyrir Rússland og inn í norðanvert Kyrrahaf.

 

Nú hefur áhöfn Winter Bay endurtekið leikinn því skipið er nú rétt ókomið til St. Pétursborgar í Rússlandi. Eftir að hafa skilað hvalkjötsfarminum á áfangastað í lok ágúst var haldið til Kamsjatka-skaga í Austur Rússlandi. Þar var farmi af frosnum fiski skipað um borð. Winter Bay sigldi síðan aftur norður fyrir Rússland um norðausturleiðina en í þetta sinn í vesturátt. „Ég náði loksins í útgerðarmann Winter Bay. Hann sagði að skipið væri væntanlegt til St. Pétursborgar í Rússlandi um næstu helgi, með farm af fiski frá Kamchatka,“ staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. við Skessuhorn í gær.

Siglingin um norðausturleiðina frá Íslandi til Asíuhafna styttir sjóflutningaleiðina um nálega tuttug þúsund kílómetra samanborið við hefðbundnar leiðir um suðurhvel jarðar. Norðausturleiðin er aðeins opin yfir sumartímann og fram eftir hausti til loka október. Hlýindi undanfarinna ára hafa leitt til þess að mjög hefur dregið úr hafís á þessari leið um sumartímann og því horfa margir vonaraugum til þess að hægt verði að nota norðausturleiðina í meiri mæli til flutninga en hægt hefur verið til þessa. Leiða má líkum að því að velgengni Winter Bay í þessum efnum nú í sumar og haust marki þáttaskil í þeim efnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is