Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2015 09:01

Endurbyggð rafstöð að Giljalandi í Haukadal tekin í notkun

Um liðna helgi var formlega tekin í notkun endurbyggð rafstöð að Giljalandi í Haukadal í Dölum. Aðal hvatamenn að endurbyggingu rafstöðvarinnar eru hjónin Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Pétur Guðsteinsson. Auk þess hefur Hallur Kristmundssonar, bróðir Sigurbjargar, unnið að framkvæmdinni með þeim. Þau systkinin eru einmitt frá Giljalandi. „Virkjunin á að geta framleitt upp undir 35 kílówött en er auðvitað ekki komin í fulla notkun. Þetta sér okkur algerlega fyrir rafmagni fyrir vestan. Það nýtum við meðal annars til upphitunar á húsinu auk þess sem heita vatnið er hitað með rafmagni. Við sjáum fyrst og fremst fyrir okkur að nýta rafmagnið í ferðaþjónustuna okkar,“ segir Sigurbjörg, en þau hófu að reka tíu rýma gistiheimili í gamla íbúðarhúsinu síðastliðið vor. „Það sögðu okkur nú margir að þetta væri ekki mögulegt, að bjóða upp á gistingu lengst frammi í dal. En það gekk mjög vel í allt sumar. Það er nefnilega svo merkilegt að ferðamenn vilja ekki allir vera í kringum aðra ferðamenn. Útlendingar sækja í kyrrðina, náttúruna og loftið,“ segja þau. „Eins fannst mér ótrúlegt hvað útlendingarnir voru margir forvitnir um litlu virkjunina okkar. Ég fór nokkrar ferðir þangað með gesti í sumar og sýndi þeim,“ bætir Pétur við.

 

 

Nánar er rætt við Sigurbjörgu og Pétur í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is