Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2015 08:01

Færðu Heilbrigðisstofnun Vesturlands kælivöggu

Englaforeldrar afhentu í gær Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi kælibúnað í ungbarnavöggu. Safnað hafði verið fyrir búnaðinum í sumar en með tilkomu slíks kælibúnaðar gefst foreldrum andvana fæddra barna sem og barna sem látast skömmu eftir fæðingu kostur á að verja lengri tíma með börnunum, eða allt að 48 klukkustundum eftir andlát. „Reynslan hefur sýnt að það er mikilvægt fyrir foreldra að fá sem lengstan tíma með börnunum sínum áður en að kveðjustund kemur. Hingað til hafa foreldrar haft lítinn tíma til að kveðja en þessi kælibúnaður lengir þann tíma til muna,“ segir Guðbjörg Þórunn Sveinsdóttir fyrir hönd Englaforeldra á Akranesi. Slíkur kælibúnaður er nú þegar til á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Ýmsir aðilar tóku þátt og styrktu söfnunina í sumar. Andrea Þórunn Björnsdóttir englaamma stóð fyrir sælgætissölu á mörkuðum í sumar og Slysavarnadeildin Líf og Styrktarfélagið Gleym mér ei styrktu verkefnið einnig myndarlega. Landspítalinn gaf sérsaumað áklæði á vögguna og Lín Design gaf fallegan sængurfatnað. Þá stóðu Englaforeldrar á Akranesi fyrir styrktarsýningu á brúðusýningunni Pétri og úlfinum 6. september sl. og vilja Englaforeldrar þakka Guðmundi B. Hannah, Prent- og fjölritunarþjónustunni í Borgarnesi, Brúðuloftinu, Ísólfi Haraldssyni og Vinum hallarinnar, Prentmeti og Skessuhorni fyrir þeirra framlag til sýningarinnar. „Það gekk vel að safna fyrir búnaðinum og mættum við alls staðar jákvæðni og hlýhug. Fyrir þann afgang sem við eigum eftir að búnaðurinn var keyptur munum við svo styrkja þá foreldra sem missa börnin sín hérna á svæðinu með fastri upphæð sem fer upp í útfararkostnað,“ segir Guðbjörg Þórunn í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is