21. október. 2015 02:01
Leikskólafólkið á Hnoðrabóli í Reykholtsdal breytti út af hefðbundinni dagskrá á föstudaginn og var eftir hádegið farið með skólabíl í skógarferð í Logalandsskóg. Skógurinn hefur upp á margt að bjóða; gönguleiðir, trjátjald, hengirúm og fleira. Börnin fóru í spennandi gönguferð um skóginn, sungu, hlustuðu á söguna um Geiturnar þrjár og fóru í leiki á túninu við félagsheimilið. Þau fengu svo snúða og heitt kakó í kaffitímanum sem var að þessu sinni undir berum himni. Eftir kaffitíma gafst krökkunum kostur á að föndra eða fara í göngutúr.
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.