Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2015 10:00

Hundrað ára afmælistónleikar Svana

Karlakórinn Svanir á Akranesi var stofnaður fyrir réttum hundrað árum. Hyggjast kórfélagar nú efna til afmælistónleika 6. nóvember næstkomandi af því tilefni að kórinn hefur starfað með hléum í eina öld. „Kórstarf hefur hins vegar legið niðri af og til á starfstímanum. Til dæmis féll kórstarf niður meðan spænska veikin herjaði 1918-19, meðan styrjaldir geisuðu og um síðustu aldamót var langt hlé. Kórinn var síðan endurvakinn með miklum bravör fyrir þremur árum og hefur sjaldan verið frískari,“ segir Guðni Hannesson kórfélagi sem jafnframt á sæti í afmælisnefnd. Guðni segir að kórinn sé stöðugt að bæta sig og í honum starfi þéttur kjarni 25 söngmanna. Kórstjórinn er Valgerður Jónsdóttir. „Við erum afskaplega ánægðir að hafa fengið Valgerði til að stýra okkur. Hún er fær og góður tónlistarmaður og laðar fram hreinustu raddir okkar allra.

Á afmælistónleikunum munu nokkrir tónlistarmenn leggja kórnum lið. „Birgir Þórisson og Þórður Sævarsson sjá um undirleik. Auk þeirra mun hljómsveitin Dúmbó og Steini spila undir með kórnum í nokkrum lögum og spilar auk þess ein og sér. Afmælistónleikar Svana verða í sal Grundaskóla föstudaginn 6. nóvember og hefjast klukkan 20:30. Forsala verður í Pennanum Eymundsson á Akranesi og verður hún auglýst sérstaklega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is