Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2015 04:01

KM þjónustan sinnir sífellt fleiri ferðamönnum

„Það þýðir ekki að einblína bara á viðgerðir. Við erum bilanaverkstæði, landbúnaðarverkstæði, smurstöð, dráttarbílaþjónusta, móttökustöð fyrir Endurvinnsluna og Vörumiðlun er með vöruafgreiðsluna hjá okkur. Á haustin og vorin koma tarnir í dekkjunum og við leigjum Frumherja pláss til bifreiðaskoðunar tvo daga í mánuði,“ segir Karl Ingi Karlsson í KM þjónustunni í Búðardal um heldur betur fjölþætta starfsemi fyrirtækisins.

 

Undanfarin ár hafa umsvif í þjónustu við ferðamanninn stóraukist í KM þjónustunni. „Það hefur verið töluvert mikið um það síðustu ár að við sinnum ferðamönnum, að því leyti sem rúmast innan starfseminnar. Hingað koma stöðugt fleiri ferðalangar, t.d. ef bílaleigubíllinn bilar eða ef það springur dekk. Eins er talsvert að gera í dráttarbílaþjónustu ef menn hafa lent í útafakstri eða öðrum óhöppum úti á vegum. Það var fullt að gera í því í sumar, nánast allar helgar. Ég myndi samt ekki segja að við séum í ferðaþjónustu,“ segir hann léttur í bragði og bætir því við að honum þyki fjölbreytileikinn góður. „Ég er aksjónmaður,“ segir hann og brosir. „Starfsmönnunum þykir líka gott að hafa tilbreytingu þannig að dagarnir séu ekki allir eins. Þeir eru boðnir og búnir að taka ýmis verkefni að sér, eins og til dæmis að hjálpa ferðamönnum. Ég er ákaflega heppinn að vera með jákvætt starfsfólk sem vill þjónusta.“

 

Nánar er rætt við Karl Inga í KM þjónustunni í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is