Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 03:01

Krabbaskipið Fríðborg frá Færeyjum útbúið á Akranesi

Færeyska krabbaveiði- og vinnsluskipið Fríðborg hefur legið við bryggju hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi síðan í ágúst. Þar hefur verið unnið að því að setja fullkomna vinnslulínu fyrir snjókrabba um borð í skipið. Fríðborg er fyrsta skipið í heiminum sem fær slíka vinnslulínu. Það eru fyrirtækin Skaginn og 3X Technology sem hafa hannað og smíðað tæknibúnaðinn. Nú er verið að ljúka við að koma búnaðinum fyrir um borð í Fríðborgu. Síðan taka við prófanir á hafi úti þar sem farið verður á krabbaveiðar við Færeyjar. Að því loknu verður stefnan sett norður í Barentshaf þar sem snjókrabbinn finnst.

 

 

Ný auðlind á norðurslóðum

 

Áður en Fríðborg kom til Akraness hafði skipinu verið breytt við skipasmíðastöð í Færeyjum með það fyrir augum að senda skipið á snjókrabbaveiðar í Barentshafi og við Svalbarða. Snjókrabbinn er nýbúi þarna norðurfrá. Ekki er vitað hvernig hann hefur borist í Barentshafið en þessi tegund er algeng við Kanada og Grænland og í norðanverðu Kyrrahafi þar sem snjókrabbinn er verðmætur nytjastofn. Líklega hefur tilkoma snjókrabbans í Barentshafi annað hvort gerst með kjölvatni skipa eða við náttúrulega útbreiðslu. Algjör sprenging virðist hafa orðið í fjölgun krabbans þarna á undanförnum árum og nú er svo komið að menn sýna því stöðugt meiri áhuga að nýta þessa tegund. Kjöt krabbans er lostæti og selst til markaða í Asíu. Snjókrabbinn er veiddur í gildrur sem lagt er í trossum á hafsbotninn.

 

Rætt er við Jónmund Ingólfsson tæknistjóra hjá Skaganum á Akranesi um Fríðborgu og krabbaveiðar í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is