Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 04:30

Niðurskurður framundan hjá Lögreglunni á Vesturlandi

Um síðustu áramót varð Lögreglan á Vesturlandi til þegar lögregluliðin á Akranesi, Borgarfirði, í Dölum og á Snæfellsnesi sameinuðust í eitt lögreglulið. Nú eru liðnir rúmir tíu mánuðir frá sameiningunni og settist blaðamaður Skessuhorns niður með Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Vesturlandi, sem fór yfir stöðuna.

 

„Góð breyting varð á löggæslumálum í umdæminu um síðustu áramót þegar lögregluvaktir á Akranesi og í Borgarnesi voru sameinaðar og teknar upp sólarhringsvaktir. Í Borgarnesi hafði fram til síðustu áramóta verið bakvaktarkerfi. Með nýju fyrirkomulagi varð lögregla bæði sýnilegri og öflugri,“ segir Úlfar. Hann segir ákvörðunina um að fækka og sameina embætti og skilja að starfsemi lögreglu og sýslumanna hafa verið pólitíska en hafi heppnast vel hjá lögreglu. „Við vildum sýna jákvæða breytingu strax eftir þessa sameiningu. Slagkraftur liðsins er mun meiri eftir sameiningu og þetta er klárlega betra fyrirkomulag á löggæslu en var fyrir breytingu. Það gefur betra viðbragð að vera með lögreglumenn á vakt allan sólarhringinn en á bakvakt sofandi heima. Þeir verða sýnilegri og eftirlit eykst til muna. Margir vilja vita af lögreglu í sínu nærumhverfi, þó svo að við viljum kannski ekki sjá hana statt og stöðugt.“

 

Nánar er rætt við Úlfar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is