Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2015 06:01

Tilraunaveiðar á hörpudiski ganga vel í Breiðafirði

Nú í haust hefur áhöfnin á Hannesi Andréssyni SH stundað tilraunaveiðar á hörpudiski í Breiðafirði, en eins og kunnugt er þá hrundi stofninn upp úr aldamótum. Veiðarnar eru stundaðar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og aflanum landað til vinnslu hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Agustson ehf. í Stykkishólmi. Vísindamenn hafa farið út með bátnum til að taka sýni auk þess sem skelplógurinn sem notaður er við veiðarnar hefur verið myndaður með neðansjávarmyndavélum þegar hann er dreginn eftir hafsbotninum. Samhliða þessu hefur ný og léttari gerð af skelplóg verið reynd. Heilt yfir þá hafa þessar tilraunaveiðar gengið afar vel í haust, segir Bergur Garðarsson skipstjóri á Hannesi Andréssyni SH.

 

Hörpudiskurinn hjarnar við

 

„Við vorum fyrst norður af Flatey en undarfarið höfum við svo verið við veiðar inni á Hvammsfirði. Það er fínt að fara þangað inn í brælunum þó að röstin inn í fjörðinn sé hálfleiðinleg enda oft mikill straumur milli skerja á föllunum. Mér finnst eiginlega best að fara það orðið í myrkri því þá sér maður ekki neitt,“ sagði Bergur þar sem við hittum hann og áhöfn hans í Stykkishólmi á fimmtudag. Þá voru þeir að ljúka löndun úr bát sínum áður en þeir færu í helgarfrí.

„Við vorum inni á Hvammsfirði og komum með um átta tonn eða 30 kör eftir daginn í dag. Það er ágætt. Þetta er svona svipað og bátar útbúnir með tvo plóga voru að taka hér áður en veiðarnar lögðust af. Á þessum tilraunaveiðum höfum við miðað við að vera sáttir ef við náum yfir 20 körum á dag. Annað er bara frekja. Ákveðin svæði eru að koma vel út í þessum veiðum og augljóst að hörpudiskurinn er að braggast.“

 

Ítarlegt viðtal við Berg Garðarsson má lesa í Skessuhorni vikunnar þar sem hann ræðir veiðar á hörpudisk og grjótkrabba ásamt fleiru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is