Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2015 08:01

Ungbændur hasla sér völl í Hvalfjarðarsveit

Ungir bændur eru nú að hefja búskap á þremur jörðum í Hvalfjarðarsveit. Þeir hyggjast stunda búskap með nautgripi og sauðfé. Sá yngsti er að ljúka búfræðinámi frá Hvanneyri og byggir nú nýtt hús fyrir allt að 150 nautgripi sem aldir verða til kjötframleiðslu. Það er á Hvítanesi í Skilmannahreppi hinum forna, skammt innan við Akranes. Að Neðra Skarði í Leirársveit hafa ung hjón af Akranesi nú sest að með börnum sínum og hafið sauðfjárbúskap. Á Eystra Miðfelli á Hvalfjarðarströnd eru síðan ung bændahjón, einnig ættuð af Akranesi, í óða önn að byggja upp stórt kúabú til framleiðslu á mjólk.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við ungbændur í Hvalfjarðarsveit, þau Maríu Ragnarsdóttur og Atla Viðarsson á Neðra Skarði í Leirársveit, Sigurð Þór Runólfsson og Helgu Jónu Björgvinsdóttur á Eystra Miðfelli og Jón Þór Marínósson á Hvítanesi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is