Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2015 12:33

Hratt kólnandi veður næstu daga

Óhætt er að segja að veturinn ætli að minna á sig með trompi, en samkvæmt dagatalinu byrjar hann á laugardaginn. Hiti fer niður undir frostmark næstu tvo daga og er möguleiki á slyddu eða rigningu hér sunnan heiða. Fyrir norðan gæti snjóað, einkum þó á fjallvegum. Á föstudag er spáð sunnan 5-13 m/s og skúrum eða slydduéljum. Gengur síðan í norðan 13-18 m/sek með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri norðvestantil um og eftir hádegi og einnig á norðausturlandi um kvöldið. Á laugardag er spáð norðan 8-13 m/s, en 13-18 á norðausturhorninu. Él um landið norðanvert, en þurrt sunnantil. Frost 0 til 5 stig. Á sunnudag verður minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Harðnandi frost. Á mánudag er spáð suðvestlægri átt og lítilsháttar éljum um vestanvert landið, annars víða bjart veður. Hiti rétt ofan frostmarks við V-ströndina, annars frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.

 

Meðfylgjandi mynd sýnir hitaspá fyrir næsta sunnudagsmorgun. Talsvert frost er þá í kortunum eins og sjá má.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is