Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2015 12:11

Fyrsta tap Íslandsmeistaranna

Snæfell sótti Hauka heim í þriðju umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi.  Haukar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en eftir það rankaði lið Snæfells við sér og jafnaði metin fyrir lok annars leikhluta. Gestirnir náðu svo yfirhöndinni og komust sex stigum yfir en Hafnfirðingum tókst að minnka muninn í tvö stig áður en flautað var til leikhlés, 32-34.

Snæfellskonur mættu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks og virtust hreinlega skora að vild. Mest höfðu þær ellefu stiga forystu og útlit fyrir að þær ætluðu að gera út um leikinn. Haukar náðu hins vegar að minnka muninn með ágætum kafla. Með góðum lokaspretti síðustu mínútur leiksins tókst þeim svo að ná forystu og knýja fram fjögurra stiga sigur, 66-62 og fyrsta tap Snæfells í deildinni staðreynd.

Litlu munaði að ræsa þyrfti út þrennuvaktina vegna stórleiks Denise Palmer. Hún lauk leik með með 26 stig, tólf fráköst og átti sjö stoðsendingar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is