Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2015 10:42

Selja muni til styrktar ungri konu með taugasjúkdóm

Mæðgurnar Nanna Guðjónsdóttir og Hrönn Huld Baldursdóttir standa þessa dagana fyrir fjársöfnun til hjálpar Guðrúnu Nönnu Egilsdóttur, sem er haldin taugasjúkdómnum Spinal Muscular Atropy (SMA). Guðrún Nanna er dóttir Hrannar og því dótturdóttir Nönnu. Sjúkdómur Nönnu leiðir til lömunar. „Það er ekki til nein meðferð eins og er en við erum að safna fyrir hana til að verða betur tilbúin til að standa straum af kostnaði þegar það verður. Líðan Guðrúnar Nönnu er stöðug eins og er. Hún gat gengið fram til tíu ára aldurs en er nú í hjólastól og stundar nám í Borgarholtsskóla með unnusta sínum. Hún er nú 21 árs og hefur ekki getað gengið í 11 ár.“

 

Framfarir eru örar í læknisfræði og rannsaknir standa yfir sem lofa góðu um að hægt verði að finna lækningu í náinni framtíð. Fjármunum safna þær mæðgur með því að selja ýmsa fallega smáhluti, svo sem eyrnalokka, hálsmen, bókmerki og fleira. Þær mæðgur verða í Bónus í Stykkishólmi í dag föstudag, og svo í Búðardal um helgina. „Þar verðum við í Reiðhöllinni frá kl. 13:00 - 16:00 á laugardeginum og síðan í Samkaup á sunnudaginn frá kl. 10:00 - 19:00. Fyrir mánuði vorum við í Ólafsvík og Grundarfirði og einnig á Akranesi. Það seldust svo margar vörur upp að við urðum að gera hlé og förum því aftur af stað núna,“ sögðu þær þar sem þær voru í verluninni Virkinu í Rifi á Snæfellsnesi í gær.

 

Nánari upplýsingar um söfnunina má finna á Facebook-síðunni Styrktarsjóður Guðrúnar Nönnu.  

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is