Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2015 12:26

Flautukarfa Sherrod tryggði Snæfellingum sinn fyrsta sigur

Leikmenn Snæfells héldu austur á Egilsstaði síðastliðinn föstudag og mættu Hetti í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Snæfellingar náðu undirtökunum í upphafi leiks og leiddu framan af fyrri hálfleik en náðu aldrei afgerandi forystu og Höttur minnkaði muninn í fimm stig undir lok annars leikhluta. Snæfell byrjaði síðari hálfleikinn betur en leikmenn Hattar tóku við sér um miðjan þriðja leikhluta og komust að lokum yfir þegar fimm mínútur lifðu leiks. Upphófust þá spennandi lokamínútur. Þegar aðeins tíu sekúndur voru eftir leiddu heimamenn með einu stigi. Snæfellingar tóku frákast og keyrðu upp í hraðaupphlaup. Boltinn barst til Sherrod Wright í horninu. Hann lyfti sér upp og setti þriggja stiga körfu í þann mund sem lokaflautan gall og tryggði Snæfellingum þar með sinn fyrsta sigur í deildinni, 60-62.

Það var fyrrnefndur Sherrod sem var atkvæðamestur í liði Snæfells. Hann skoraði 22 stig og tók sex fráköst. Næstur honum kom Austin Bracey með 13 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar.

 

Snæfellingar mæta Grindvíkingum suður með sjó í næsta deildarleik fimmtudaginn 29. október.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is