Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2015 10:01

Bætur vegna gróðurelds í sumarhúsalandi

Landeiganda á Jarðlangsstöðum á Mýrum voru í síðustu viku dæmdar tæplega 17 milljóna króna bætur fyrir gróðureld sem kviknaði á jörðinni í maí 2010. Eldurinn kom upp út frá hita af púströri fjórhjóls sem kveikti í gróðrinum. Verktakar sem voru að leggja vatnsleiðslu um sumarhúsasvæði á jörðinni notuðu fjórhjólið við verkið. Hæstiréttur dæmdi verktakafyrirtækið og tryggingafélag þess til að greiða landeigandanum fyrrnefnda bótaupphæð auk vaxta. Í dómnum segir að svæðið hafi verið skipulagt fyrir frístundabyggð. Deilt var um hvort háttsemi verktakanna hefði valdið tjóni, en landeigandinn taldi svo vera, hann hafi orðið fyrir töfum á sölu lóða eftir brunann. Hæstiréttur leit svo á að menn eigi almennt að gera sér grein fyrir að að eldur geti kviknað vegna hita af púströri í þurrum gróðri.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is