Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2015 02:53

Ísland fær einn loðnufarm í kvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér reglugerðir um loðnuveiðar íslenskra skipa á komandi vetrarvertíð. Þar kemur fram að heildarkvóti íslensku skipanna verði að óbreyttu aðeins 2.154 tonn. Það er nokkurn veginn það sama og eitt uppsjávarveiðiskip af nýjustu gerð kemur með að landi eftir eina góða veiðiferð. Fyrr í haust ráðlagði Hafrannsóknastofnun að ekki yrði leift að veiða meira en samtals 44 þúsund tonn af loðnu í vetur. Þetta byggðist á stofnmælingum í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar þar sem lagt var mat á stærð loðnustofnsins. Samkvæmt samningum þá fá Norðmenn og Grænlendingar lungann af þessum heildarkvóta. Grænlandi er úthlutað 4.840 tonnum en Norðmenn taka lungann af kvótanum eða 34.685 tonn. Það byggir einkum á því að í fiskveiðisamningum við þá eru í gildi ákvæði um að þeir skuli fá loðnuheimildir við Ísland gegn því að Íslendingar fái þorskkvóta í Barentshafi.  Þess ber svo að geta að búið er að ákveða að senda rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar í nýjan loðnumælingarleiðangur í næsta mánuði. Þar á að freista þess að finna meira af loðnu í von um að hægt verði að auka kvótann. Takist það ekki þá er nokkuð ljóst að loðnuveiðar íslenska uppsjávarflotans verða vægast sagt snubbóttar í vetur.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is