Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2015 08:01

„Á að baki tvær krabbameinsmeðferðir og tíu hjartaaðgerðir“

Jón Snævarr Guðnason á sér griðland á jörðinni Vallanesi í Skilmannahreppi hinum forna innan við Akranes þar sem nú heitir Hvalfjarðarveit. Vallaneslandið sem nú er tilheyrði áður jörðinni Hvítanesi en var skipt úr henni árið 1938 og reist nýbýli. Hús þess eru horfin í dag en í staðinn eru komin frístundahús í eigu afkomenda þeirra er eitt sinn byggðu bæði Hvítanes og Vallanes. Jón Snævarr er einn þeirra. Hann er sonur Guðna Þórðarsonar sem oftast var kenndur við Sunnu. Guðni var fæddur og uppalinn á Hvítanesi. Þar bjuggu bæði foreldrar hans, föðurafi og –amma ásamt tveimur föðurbræðrum. Þeir feðgar Jón og Guðni voru nánir. „Pabbi leit alltaf á sig sem Akurnesing. Kallaði sig alltaf Skagamann. Hvítanes var hans draumaparadís og hingað leitaði hann oft á sinni löngu og viðburðaríku ævi,“ segir Jón Snævarr þegar hann minnist föður síns. Guðni lést í september 2013, þá orðinn níræður að aldri. Jón Snævarr á sér óvenjulega langa og flókna sjúkrasögu; fjölda hjartaaðgerða, krabbameinsmerðir og ranga lyfjagjöf. Nú hefur svín lagt honum til nýja hjartaloku og miðað við aðstæður er hann furðu hress. Þrátt fyrir fjölda aðgerða hefur Jón sjaldan þurft að vera lengi frá vinnu. Saga hans er dæmi um að fólk eigi aldrei að tapa trúnni á bata, þótt útlitið sé svart.

 

Sjá opnuviðtal við Jón Snævarr í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is