Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2015 06:15

Vesturland verðlaunað sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims

Síðdegis í dag var tilkynnt að landshlutinn Vesturland er einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims 2016 samkvæmt leiðsögubóka-útgefandanum Lonely planet. Vesturland hefur átt hlut í þeim vexti sem ferðaþjónustan hefur upplifað síðastliðin ár. Þjónusta og afþreying hefur verið að byggjast upp og eru mörg fyrirmyndarfyrirtæki kominn á legg. Nú er landshlutinn talinn hafa mikla sérstöðu á heimsvísu þegar kemur að vetrarferðamennsku og nýtur Vesturland góðs af því að vera aðgengilegt. Nálægð við höfuðborgina og snjóléttir vetur eru sagðir gera Vesturland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Þessi viðurkenning er gríðarlega mikilvæg á heimsvísu því nú er Vesturland á topp tíu lista Lonely Planet yfir svæði til að heimsækja í heiminum á næsta ári. Aðrir flokkar en svæði sem fá tilnefningar eru lönd og borgir.

,,Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vesturland sem áfangastaður. Það eru fyrirtækin á svæðinu sem eiga heiðurinn af þessu. Nýsköpun á svæðinu hefur verið mikil síðastliðið ár og þjónustu stigbatnað,” segir Kristján Guðmundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Kristján mun taka á móti verðlaunum fyrir hönd Vestlendinga en þau verða afhent í Lundúnum um næstu helgi.

 

Í tilkynningu frá Lonely Planet segir m.a.: „Vesturland er á listanum yfir áhugaverðasta svæði heims sökum rólyndislegs yfirbragðs svæðisins auk þess sem gott er að gera út frá Vesturlandi þegar kemur að því að kanna náttúru. Fallegir fossar, gott aðgengi að jöklum, eldfjöll og hraunbreiður eru meðal sérstöðu svæðisins. Mikil saga sem svæðið hefur uppá að bjóða bætir einnig sérstöðu Vesturlands.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is