Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2015 06:13

Reyndur skólastjórnandi veitir ráð í FVA

Starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands voru boðaðir á fund í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Garðabæjar til 26 ára, starfi nú sem ráðgjafi við stjórnun skólans. Þar starfar hann með Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara. Þorsteinn er með reyndari skólastjórnendum landsins á framhaldsskólastigi. Hann tók þátt í að stofna Fjölbrautaskólann í Garðabæ árið 1984 og var skólameistari hans til mars 2010. „Ég var formaður skólameistarafélagsins um skeið. Þá komu upp ýmist mál sem þurfti að hjálpa til við að leysa. Fjölbrautaskóli Vesturlands er góður skóli, hann hefur alltaf haft það orð á sér. Ég hef trú á því að þarna sé hægt að gera góða hluti. En ég á eftir að koma á staðinn og ræða við fólk. Aðkoma mín að þessu eru svo nýtilkomin,“ segir Þorsteinn við Skessuhorn. Til stendur að tveir vinnustaðasálfræðingar eigi að taka viðtöl við alla sem starfa við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þeir eru ráðnir til þess beint af Menntamálaráðuneytinu.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is