Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2015 12:04

Vökudagar hefjast á Akranesi á morgun

Menningarhátíðin Vökudagar hefst á Akranesi á morgun, fimmtudag. Um er að ræða árlegan viðburð en hátíðin hefur verið haldin undanfarin ár í bænum og orðin af föstum lið í menningarlífi Akurnesinga. Að sögn Önnu Leif Elídóttur verður þó forskot á sæluna í kvöld, þegar rökkurtónleikarnir Upptaktur að Vökudögum verða haldnir á Bókasafni Akraness. „Það eru þær Soffía Björg og Lára Rúnars sem verða með kvennatóna í bókasafninu. Við gerðum þetta sama í fyrra, þegar ADHD lék fyrir gesti á bókasafninu og þar myndaðist lágstemmd og notaleg stemning,“ segir Anna Leif í samtali við Skessuhorn. Hátíðin sjálf verður sett á fimmtudag, þegar opnuð verður sýningin „Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistar arfur frá Kirkjuhvoli“. „Sú sýning verður einmitt líka í bókasafninu og þar verða sýndir munir og myndir sem tengjast fólkinu sem bjó fyrst í Kirkjuhvoli. Laugardaginn 7. nóvember verður svo vandaður fyrirlestur og tónleikar tengdir þeirri sýningu, um þrjár kynslóðir kvenna sem bjuggu í Kirkjuvoli.“

 

 

Metnaðarfullir íbúar á Akranesi

 

Fleiri viðburðir verða á setningardegi og má þar nefna tónleikana Ungir – gamlir í Bíóhöllinni sem sagt er frá í annarri frétt í Skessuhorni. Á fimmtudeginum verður einnig opnuð sýningin Samspil sem Gyða L.J. Wells bæjarlistamaður Akraness verður með ásamt Drífu Gústafsdóttur og Elsu Maríu Guðlaugsdóttur. „Þar verður samspil myndlistar og tónlistar en um kvöldið munu vinir Gyðu, þau Björg Þórhallsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Haukur Guðlaugsson og Hilmar Örn Agnarsson halda tónleika, einnig í tónlistarskólanum, sem frítt verður inn á.“ Í anddyri HVE opnar listsýning Guðrúnar H. Bjarnadóttur, eiginkonu Edwards Kiernan. Verkin sem hún sýnir eru unnin út frá formum altarisklæðis úr Miklagarðskirkju, sem var í gamla Saurbæjarhreppi á miðöldum.

Ýmislegt verður svo um að vera um helgina. Fjöldi myndlistar- og ljósmyndasýninga verða opnaðar, Blúshátíð Akraness hefst á föstudeginum og stuttir stofutónleikar verða í Haraldarhúsi á sunnudag þar sem Hanna Þóra Guðbrandsdóttir syngur fyrir gesti. Fjöldi viðburða verða í Akranesvita á Vökudögum og má þar nefna að kvennakórinn Vox Feminae verður með tvenna tónleika í Akranesvita laugardaginn 7. nóvember. „Svo verða nýjungar eins og viskýsmökkunarnámskeið og styrkartónleikar Fjöliðjunnar að frumkvæði Sindra Víðis Einarssonar,“ segir Anna Leif. Hún segir viðburði Vökudaga í ár vera marga og ólíka. „Dagskráin er metnaðarfull og metnaðurinn kemur frá íbúum Akraness. Mér finnst áberandi hvað fólk er að eflast í viðburðahaldi. Það eru fleiri myndlistarsýningar núna en hafa verið og það er gaman að sjá hvað flóran er lífleg,“ segir Anna Leif að endingu.

 

Dagskrá Vökudaga má sjá í miðopnu Skessuhorns en nánari upplýsingar um hvern og einn viðburð má finna á vefsíðu Akraneskaupstaðar og á Facebook: Vökudagar á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is