Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2015 12:19

Þykir hjólreiðamenn og aðrir vegfarendur ekki nógu sýnilegir

Valdimar Hallgrímsson húsgagnasmiður á Akranesi er árrisull maður og fer oft sinna ferða áður en sól rís að morgni. Eðli málsins samkvæmt fjölgar ferðalögum í myrkri yfir vetrarmánuðina, þegar dagsbirtunnar nýtur skemur við. Hann hefur orð á því að á ferðum sínum um bæinn þyki honum hjólreiðamenn sérstaklega oft illa sýnilegir. Mjög margir hjóli ljóslausir og notkun endurskinsmerkja sé hjá mörgum mjög ábótavant. Það eigi reyndar líka við um gangandi vegfarendur „Notkunin var mun betri fyrir nokkrum árum síðan en það virðist hafa orðið breyting til hins verra. Nú tekur maður helst eftir því ef einhver er með ljós á hjólinu eða endurskin,“ segir Valdimar og rekur breytinguna að einhverju leyti til þess þegar tryggingafélögunum var bannað að gefa börnum endurskinsmerki.

 

„Rökin fyrir banninu voru þau að um auglýsingar væri að ræða, vegna þess að merkin báru oftast lógó fyrirtækjanna sem gáfu þau,“ segir hann en bætir því við að endurskinsmerkin hafi gert sitt gagn engu að síður og að honum þyki ástæða til að endurskoða bannið.

Lögregluna segir hann ekkert aðhafast ef fólk sé ljóslaust á reiðhjólum sínum. „Ég veit að það vantar mannskap en það verður að framfylgja reglunum. Ég bjó í Danmörku í 30 ár og þar er reglunum framfylgt mjög ákveðið og hjólreiðamenn sektaðir ef þeir eru ljóslausir,“ segir Valdimar.

 

 

Ábyrgðina telur hann engu að síður liggja hjá hverjum og einum og þar sem um börn er að ræða, hjá foreldrum eða forráðamönnum þeirra. „Það er vítavert ef foreldrar láta börn ekki nota ljós og endurskin á hjólum. Ég man í fyrra eftir að hafa ekið framhjá tveimur börnum á hjóli og móðurinni á eftir þeim með lítið barn í stól aftan á sínu hjóli. Þau voru öll ljóslaus og ekkert þeirra með endurskin,“ segir hann og minnist í sömu andrá manns sem hjólaði á þjóðveginum fyrir ofan Akrafjall. Sá var í vesti og vel sýnilegur. „Ég sá hann úr örugglega kílómeters fjarlægð. Vestin eru auðvitað best.“

Mergurinn málsins er sá að sýnileiki hjólreiðamanna og gangandi vegfaranda er mikið öryggisatriði, ekki síst fyrir þá sjálfa og sérstaklega þegar dag er tekið að stytta og birtuskilyrði versna að vetri til. Valdimar vill hvetja vegfarendur til að nota endurskinsmerki og hjólreiðamenn til að huga að ljósabúnaði hjóla sinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is