Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2015 08:01

Ungir gamlir í Bíóhöllinni í dag

Undanfarna daga hafa staðið yfir stífar æfingar fyrir tónleikana Ungir gamlir, sem eru fastur liður í dagskrá Vökudaga á Akranesi. Að þessu sinni verða tvennir tónleikar í Bíóhöllinni í dag, fimmtudaginn 29. október. Þar munu hátt í 50 krakkar úr unglingadeildum Grundaskóla og Brekkubæjarskóla koma fram. Auk þess hafa nemendur í tónlistarvali sett saman blúsband sem mun koma fram bæði á þessum tónleikum og á blúshátíðinni um helgina.

 

Heiðrún Hámundardóttir heldur utan um tónleikana ásamt Flosa Einarssyni og að sögn hennar er þetta verkefni hugsað til þess að gefa krökkunum kost á að spila með fagmönnum. Því munu flestir koma fram með húsbandinu, sem er skipað Flosa Einarssyni, Eiríki Guðmundssyni, Eðvarði Lárussyni og Sigurþóri Þorgilssyni. Heiðrún mun halda utan um blásturshljóðfæraleik húsbandsins og kveðst ætla að spila með í nokkrum atriðum.

Tónlistarmennirnir Ragnheiður Gröndal og Friðrik Dór Jónsson verða gestir tónleikanna í ár og munu troða upp með dyggri aðstoð húsbandsins og ungra tónlistarmanna á Akranesi. Í gær tóku Ragnheiður og Friðrik þátt í samsöng nemenda í grunnskólunum á Akranesi og sungu með öllum nemendum skólanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is