Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 12:01

Zontaklúbbar funduðu á Akranesi

Zontaklúbbur Borgarfjarðar, Ugla, hélt fund fimmtudaginn 22. október sl. fyrir Zontaklúbba á suð-vesturhorni landsins, en þeir eru fimm talsins. Fundurinn var haldinn í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi og voru gestir 76. Tilgangur fundarins var, auk þess að vera hópefling, fjáröflun til styrktar málefnum sem bæta hag kvenna bæði innanlands og úti í heimi.

 

Á fundinum flutti Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi ávarp og Auður Ingólfsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst flutti erindi. Fundarstjóri var Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir. Tónlistaratriði voru flutt af systrunum Hönnu Ágústu og Sigríði Ástu Olgeirsdætrum og Ara Jónssyni og Jónu Öllu Axelsdóttur. Markmið Zonta, sem er alþjóðleg hreyfing kvenna, er að bæta stöðu kvenna hvar sem er í heiminum; lagalega, á sviði stjórnmála, efnahags og menntunar. Til að ná þessu markmiði styðja Zontaklúbbarnir verkefni á alþjóðavettvangi og hver klúbbur í sínu landi og heimabyggð.

 

Frá árinu 1945 hefur ZI unnið náið með ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og styrkt verkefni UNwomen um víðan heim. Næst á dagskrá er 16 daga alþjóðlegt átak í nóvember sem nefnist „Zonta segir NEI við ofbeldi gegn konum“.

Zontaklúbbur Borgarfjarðar, Ugla, er yngsti Zontaklúbbur á Íslandi, en hann var stofnaður árið 2011. Í klúbbnum eru 14 konur sem eru búsettar í Borgarfirði, Skorradal, Borgarnesi og á Akranesi. Klúbburinn heldur fund mánaðarlega yfir veturinn og er hann opinn þeim sem vilja taka þátt í starfi félagsins. Áhugasömum sem vilja kynna sér starfið er bent á að hafa samband við Ullu Rolfsigne Pedersen formann klúbbsins með því að senda tölvupóst á ullaogragnar@gmail.comeða sími 865 0148.

Fjöldi fyrirtækja á svæðinu studdu fundinn með því að gefa  vinninga í happadrætti sem selt var.  Zontaklúbbur Borgarfjarðar, Ugla, færir öllum þeim sem styrktu fundinn þakkir.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is