Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2015 02:13

Tónlistarskólinn á Akranesi sextugur í nóvember

Tónlistarskólinn á Akranesi fagnar sextugsafmæli í byrjun næsta mánaðar, nánar tiltekið miðvikudaginn 4. nóvember. Á þeim sextíu árum sem skólinn hefur verið rekinn hefur hann skipt nokkrum sinnum um húsnæði, ýmsar breytingar hafa orðið á áherslum og nemendafjöldinn hefur tífaldast. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Lárusi Sighvatssyni skólastjóra og spjallaði við hann um tónlistarskólann, þær breytingar sem hafa orðið á liðnum árum og afmælisdaginn sjálfan, sem er handan við hornið.

Fyrstu árin kennt í heimahúsi

 

Grunnurinn að Tónlistarskólanum á Akranesi var lagður þegar stofnað var Tónlistarfélag Akraness vorið 1955. „Markmiðið með félaginu var að halda tónleika á Skaganum en um sumarið sá fólk að það væri tilvalið að stofna skóla líka,“ segir Lárus og bætir því við að tónlistarskólinn hafi í mörg ár verið rekinn í samvinnu við áðurnefnt félag. Fyrstu ár tónlistarskólans var kennt í heimahúsum á Akranesi. „Frú Anna Magnúsdóttir var fyrsti skólastjóri tónlistarskólans og það var kennt í kjallaranum heima hjá henni og eiginmanni hennar, Njáli Guðmundssyni þáverandi skólastjóra barnaskólans. Svo var Röstin notuð undir kennslu og í kringum 1960 byggði karlakórinn Svanir á efstu hæð Skólabrautar 21,“ segir Lárus.

 

Nánar er rætt við Lárus í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is