Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 08:01

Telja að vegfylling í Kolgrafafirði sé saklaus af síldardauða

Síldardauðinn mikli í Kolgrafafirði er mörgum enn í fersku minni. Súrefnisskortur í sjó fjarðarins olli því að hrygningarstofn íslensku sumargotssíldarinnar drapst í stórum stíl veturinn 2012-2013 eftir að hafa synt undir brúna og inn í fjörðinn til að hafa þar veturdvala. Í kjölfar þessa hratt Vegagerðin af stað rannsóknarverkefni til að kanna hvaða umhverfisaðstæður hefðu verið til staðar þegar þessi ósköp dundu yfir svo öðlast mætti betri skilning á því sem gerðist. Jafnframt var sjónum beint að vegfyllingunni yfir fjörðinn til að meta hvort tilvist hennar gæti hafa orðið þess valdandi að síldin drapst.

Vegagerðin fékk Verkfræðistofuna Vatnaskil til að vinna þessa rannsókn. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir í 276 blaðsíðna skýrslu sem nálgast má á vef Vegagerðarinnar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að súrefnisstyrkur í sjónum utan við vegfyllinguna sveiflist í takti með súrefnisstyrk fyrir innan. Umverfisáhrif, svo sem vindstyrkur og sveifla sjávarfalla, eru síðan mikilvægar breytur í því hvernig súrefnismagnið sveiflast. Talið er að vegfyllingin hafi engin áhrif á það hvernig súrefnisstyrkurinn sveiflist innan og utan við hana. Óheppilegar tímasetningar á göngum og viðveru síldarinnar innan brúar í Kolgrafafirði samfara óhentugum umhverfisaðstæðum viðrist hafa ráðið mest um það að upp kom súrefnisskortur innan við brúna sem leiddi til síldardauðans. Vísbendingar eru um að umhverfisaðstæður hafi orðið verri í Kolgrafafirði en gerðist í desember 2012 þegar mesti síldardauðinn varð en þá var mildi að síld var ekki í firðinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is