Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 10:01

Rómantísk sönglög í Borgarneskirkju

Tónlistarfélag Borgarfjarðar efnir til tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 1. nóvember næstkomandi kl. 16.00. Þórunn Elín Pétursdóttir sópransöngkona og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og lög Gustavs Mahlers við þjóðvísur úr safni Clemens Brentano og Achims von Arnim. Jónas Hallgrímsson var einn helsti forsprakki rómantíkurinnar hér á landi og falla lög Atla Heimis einstaklega vel að orðfæri og stíl ljóða hans. Skáldin Brentano og Arnim eru verðugir fulltrúar rómantíkurinnar í Þýskalandi, en á þeim tíma kviknaði mikill áhugi á söfnun og varðveislu eldra efnis. Ljóðasafn þeirra, sem kom út í upphafi nítjándu aldar, geymdi ríflega 700 þýsk ljóð frá fyrri tíð. Safnið hafði afar mikil áhrif á Gustav Mahler sem samdi síðrómantísk sönglög við mörg ljóðanna sem gjarnan fjalla á ævintýralegan hátt um náttúru og mannlíf í gleði og  sorg.

 

Tónleikarnir marka upphaf 50. starfsárs Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara, frítt fyrir börn og félaga í Tónlistarfélaginu.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is