Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 02:01

Ráðning forstöðumanns eykur ekki kostnað

Akraneskaupstaður auglýsti nýverið eftir forstöðumanni menningar- og safnamála. Er ráðning hans liður í skipulagsbreytingum í menningar- og safnamálum hjá bænum. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á Akranesi er markmiðið með þessum breytingum að sameina það menningarstarf sem á Akranesi er. „Við bindum miklar vonir við þessar breytingar. Þetta eru góðar stofnanir sem við höfum en það skiptir miklu máli að gott samspil sé á milli þeirra til að ná fram því besta sem hægt er í þessum málum,“ segir Regína í samtali við Skessuhorn. Hún segir að með breytingunum vilji Akraneskaupstaður meðal annars styrkja Byggðasafnið í Görðum og endurnýja sýningar en safnið verður lokað í vetur. „Byggðasafnið er eitt af fáum byggðasöfnum á Íslandi sem opið er allan ársins hring og við viljum gefa starfsmönnum safnsins svigrúm til að breyta og undirbúa fyrir sumarið, en það er mest sótt á tímabilinu 1. maí  til 1. september. En eftir sem áður verður tekið á móti hópum yfir vetrartímann.“ Þá verður opnunartími bóksafnsins styttur um áramót þegar lokað verður þrjá morgna í viku.

 

Staða verkefnastjóra lögð niður

 

Að sögn Regínu munu breytingarnar ekki auka kostnað í yfirstjórn. „Við viljum nýta fjármagnið betur, sem fer í menningar- og safnamál. Þarna er ekki verið að auka kostnað í yfirstjórn. Staða lausráðins verkefnastjóra í menningarmálum verður lögð niður um áramót og búið er að leggja niður hálfa stöðu bókavarðar á bóksafninu,“ segir Regína. Öðrum starfsmönnum safnanna verður ekki sagt upp störfum en forstöðumanni byggðasafns og deildarstjórum í héraðsskjalasafni og ljósmyndasafni hafa verið boðin breytt störf og verkefni í samræmi við nýtt skipurit í málaflokknum. Öll söfnin, ásamt starfsemi í Akranesvita, munu heyra undir áðurnefndan forstöðumann menningar- og safnamála. Þá verður ekki ráðinn nýr ferðamálafulltrúi á Akranesi að sinni, þó að upplýsingamiðstöð Akraneskaupstaðar verði áfram opin á sumrin. „Við viljum styrkja stoðir þeirra ferðamannastaða sem við höfum á Akranesi, eins og með því að ráðast í framkvæmdir á Breið og með því að efla sýningarstarf í Byggðasafninu,“ segir Regína að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is