Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2015 02:54

Rannsakar viðbrögð við nauðgunarkærum í minni bæjarfélögum

„Stúlkurnar sem ég talaði við uppskera refsingu frá öðrum bæjarbúum í kjölfar þess að þær kæra nauðgun. Svo virðist sem það verði ákveðin liðamyndun í samfélögunum. Fólk skiptist í hópa, það heyrist hærra í þeim sem standa með þeim ákærðu auk þess sem fleiri sýna þeim stuðning. Konurnar og fjölskyldur þeirra finna lítinn stuðning. Eins virðist sem að þeir sem trúi þeim óttist að sýna þeim stuðning og segja út á við að þeir trúi þeim. Það eru sterk öfl sem styðja við bakið á þeim ákærðu og það er algerlega sleginn varnarmúr í kringum þá,“ segir Guðrún Katrín Jóhannesdóttir. Hún er með  BA gráðu í félagsráðgjöf og er nú að ljúka meistaranámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallar um viðbrögð fólks við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum á Íslandi.

 

Rætt er við Guðrúnu Katrínu í Skessuhorni vikunnar, þar sem hún segir nánar frá viðbrögðum við nauðgunarkærum í minni bæjarfélögum á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is