Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 09:01

Fjörug bílasala

Mikið líf hefur færst í bílasölu eftir því sem liðið hefur á árið. Bræðurnir á bílasölunni Bílás á Akranesi hafa umboð fyrir nokkur bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu auk þess að selja notaða bíla. Síðastliðinn föstudag fengu þeir einn bílfarm af Renault Captur bílum frá BL, fjóra nýja bíla sem nú eru komnir í hendur nýrra eigenda. Þeir láta vel af sölunni á þessu ári.

 

„Bílasalan datt niður í maí, sumarið var svo betra en í fyrra en haustið hefur hins vegar verið mjög gott hjá okkur. Nú hafa aðstæður á markaði breyst þannig að kaupendur þurfa jafnvel að bíða eftir nýjum bílum. Umboðin eru orðin varkárari í innkaupum, vilja síður liggja með lager og hafa greinilega ekki reiknað með þessari góðu sölu í haust,“ segja þeir. Bílás hefur á þessu ári selt sjö bíla sem ganga fyrir öðru en hefðbundnu eldsneyti, bæði rafbíla og blandaða metan/bensínbíla. Vistvænir bílar bera lægri vörugjöld og eru því hagstæðari í innkaupum. Samhliða fjölgun rafbíla segja þeir Bílásbræður að fjölga þurfi hleðslustöðvum í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum.

 

Að lokum segja þeir að nú vanti á söluskrá margar gerðir af nýlegum bílum af ákveðnum tegundum, ekki síst í ódýrari verðflokkum og lítið ekna bíla. „Það er útlit fyrir fjöruga bílasölu næstu vikurnar og því eru prýðileg sölutækifæri fyrir þá sem þurfa að selja,“ segja þeir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is