Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2015 03:01

Mótmæla harðlega stækkun álvers á Grundartanga

Samtökin Umhverfisvaktin við Hvalfjörð sendi í síðustu viku ítarlegar athugasemdir vegna nýs starfsleyfis fyrir álver Norðuráls á Grundartanga. Í því leyfi felst að leyft verði að auka álframleiðsluna úr 300 þúsund tonnum í 350 þúsund tonn árlega. Þessu mótmælir Umhverfisvaktin harðlega og leggst alfarið gegn stækkuninni.

 

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð rökstyður andmæli sín meðal annars með fullyrðingum um að vöktun á mengun frá Norðuráli hafi ekki verið fullnægjandi. Það sé því ekki hægt að treysta niðurstöðum hennar. Sömuleiðis er því einarðlega mótmælt að Norðurál hafi áfram umsjón með vöktun, mælingum og mati á þeim, ásamt útgáfu skýrslna vegna eigin mengunar. „Umhverfisvaktin gerir athugasemd við það að rekstaraaðili eigi að ábyrgjast mælingar vegna eigin mengunar. Það er órökrétt því það gefur rekstaraðila óeðlilegt svigrúm til að höndla með upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif á hans eigin rekstur. Það hlýtur einnig að teljast ósanngjarnt gagnvart öðrum atvinnugreinum á Íslandi sem búa við mun strangara eftirlit með starfsemi sinni,“ má meðal annars lesa í athugasemdum Umhverfisvaktarinnar.

 

Þess er og krafist að mælingar á loftmengun vegna flúors og annarra eiturefna utan þynningarsvæðis álversins á Grundartanga fari fram með fullnægjandi hætti allan ársins hring. Flúor í andrúmslofti mun aðeins vera mældur hálft árið. Umhverfisvaktin mótmælir jafnframt  fullyrðingum forsvarsmanna Norðuráls um skaðleysi framleiðslunnar gagnvart búfé sem röngum. Annað hafi komið í ljós þó fyrirtækið beiti slíkum fullyrðingum til stuðnings ýmsum kröfum sínum.

 

Lesa má athugasemdir Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð við einstaka liði í tillögu Umhverfisstofnunar í heild á vefnum samtakanna (umhverfisvaktin.is).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is