29. október. 2015 12:01
„Ég held að framleiðslugeta íslenskrar bolfiskvinnslu sem sendir frá sér ferskar og frystar afurðir sé um það bil að verða fullnýtt. Þá á ég bæði við tæki, tól og fjölda þeirra sem starfa við þennan hluta greinarinnar. Við höfum lítið byggt upp þessar vinnslur hjá okkur þó við séum reyndar víða að tæknivæðast betur þessi misserin. Kvótinn hefur hins vegar verið að aukast þónokkuð í þorski. Frystitogurum hefur fækkað og ferskfiskurinn er að koma í auknum mæli inn í vinnslurnar,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G Run í Grundarfirði. Hann er með reyndari fyrirtækjastjórnendum í íslenskum sjávarútvegi í dag. Allt frá barnæsku hefur hann lifað og hrærst í rekstri fjölskyldufyrirtækisins G Run og um leið haft puttann á púlsi atvinnugreinarinnar. Við hittum hann í síðustu viku og tókum spjall um ýmislegt varðandi sjávarútveginn og stöðu greinarinnar nú í upphafi vetrar, þó tæpast verði slíkt umræðuefni tæmt í einu blaðaviðtali.
Ítarlega er rætt við Guðmund Smára Guðmundsson framkvæmdastjóra G Run í Grundarfirði í Skessuhorni vikunnar.