Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2015 03:01

Eldri hús í Borgarnesi skipta um eigendur

Gömul hús setja víða mjög sterkan og ákveðinn svip á bæjarmynd kaupstaða. Er Stykkishólmur líklega þekktasta dæmið á Vesturlandi um bæ þar sem gömlu húsin gefa bænum sál, ef svo má að orði komast. Í Borgarnesi virðist þróunin hafa tekið skref í þá átt sem við þekkjum úr Stykkishólmi. Mörg gömul hús hafa þar á undanförnum misserum verið seld og nú er unnið að viðgerðum og endurbótum á þeim. Útlit er því fyrir að allnokkur af eldri húsum Borgarness gangi í endurnýjun lífdaga í nánustu framtíð, gamalt útlit þeirra fái að mestu leyti að halda sér og um leið bæjarmynd elstu hverfanna. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þetta heldur áfram. Það skal tekið fram að meðfylgjandi myndafrásögn er engan veginn tæmandi fyrir endurgerð gamalla húsa í Borgarnesi. Nefna má að nýverið sögðum við t.d. frá því að hið virðulega hús við Borgarbrautina sem kallað hefur verið 1919 er nú komið í eigu SÓ húsbygginga og vinna starfsmenn fyrirtækisins nú að stórfelldum endurbótum á því.  

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is