Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 08:01

Myndasyrpa - Fræða börn um íbúa hafsins

Það voru rekin upp mörg stór augu í leikskólunum á Akranesi fyrr í vikunni. Þá heimsóttu skólana tveir sjómenn af Höfrungi III, þeir Kristófer Jónsson og Eiríkur Gíslason. Þeir félagar hafa í nokkur ár heimsótt leikskólabörn í bæjarfélaginu og sýnt þeim allskonar sjávarfang. Að þessu sinni mættu þeir með um þrjátíu tegundir af fiskum og krabbadýrum. Marga framandi fiska sem jafnvel ljósmyndari Skessuhorns hafði ekki séð áður, hvað þá börnin. Eiríkur og Kristófer fræddu börnin um fiskana, hvað þeir ætu, hvar þeir veiddust og sýndu þeim tennur steinbýts, trjónuna á trjónunef, sem veiðist á 1.800 metra dýpi, og rollubak sem syndir á bakinu, svo dæmi séu tekin. Sannarlega lofsvert framtak hjá þessum ungu og frísku sjómönnum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is