Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 10:45

Gistirýmum að Langaholti fjölgað um helming í vetur

Framkvæmdir eru hafnar við að stækka gistihúsið að Langaholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi um helming. Fjölgað verður í gistirými um 20 herbergi, stækkað úr 20 í 40 herbergi. Fyrsta skóflustungan að framkvæmdunum var tekin á miðvikudaginn. „Já, við erum aðallega að fara að bæta við herbergjum, auka gistirýmið. Þessi 20 nýju herbergi til viðbótar við þau 20 sem eru fyrir verða í húsi samtengdu við gistihúsið sem er fyrir. Nýja byggingin á að verða tilbúin sem fyrst. Ég var að lesa í Skessuhorni að ferðaþjónustan sé orðin aðal bransinn svo það er ekki seinna vænna, sagði Keli vert, Þorkell Símonarson í Langaholti, þegar Skessuhorn náði tali af honum í önnum við að grafa fyrir grunni nýja hússins. „En við áætlum að ná að ljúka þessu fyrir næsta sumar.“

Herbergin í nýju gistiálmunni verða öll tveggja manna með baði. „Það verða öll nútíma þægindi eins og kröfur eru til í ferðaþjónustunni í dag. „Það er gaman að hugsa til þess að elsti hluti gistihússins hér er frá 1985 eða 30 ára. Það var sérbyggt yfir ferðamenn og ekki mörgum sem datt það þá í hug í sveitum landsins að reisa gistihús fyrir ferðamenn. Nú 30 árum síðan er þetta hins vegar orðin þörfin, 40 herbergi í Langaholti. Sumir segja reyndar að við hefðum átt að stækka enn meira við okkur í þessum áfanga. Það er búið að vera vitlaust að gera, mikill ófriður af ferðamönnum," segir Keli og hlær dátt. „Sumarið var mjög gott, eins og reyndar síðustu sumur einnig.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is