Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2015 12:19

Búið að selja húsmæðraskólahúsið á Varmalandi

Fimm tilboð bárust í hús fyrrum Húsmæðraskólans á Varmalandi, en sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsti fasteignina til sölu í haust. Samþykkt var á fundi byggðarráðs í gær að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Iceland incoming ferðir ehf. en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Söluverð er því hið sama og ásett verð á fasteignina. Iceland Incoming ehf er dótturfélag í eigu Vulkan Travel Group, en það var stofnað af Benedikt Kristinssyni árið 1997 í Svíþjóð og er í hans eigu. Í dag eru þrjú félög undir Vulkan Travel Group. Iceland incoming ferðir sérhæfa sig í ferðum til Íslands frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

 

Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra fer afhending eignarinnar fram um áramótin. Hún kveðst fagna því að öflugur aðili í ferðaþjónustu eignist húsin, en áætlanir eru uppi um að breyta húsinu í hótel og byggja stækkun til að gera eininguna hagkvæmari. „Iceland incoming ferðir hefur verið öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Þarna mun eiga sér stað atvinnusköpun bæði við uppbyggingu og síðan þjónustu sem við að sjálfsögðu fögnum. Öll uppbygging í ferðaþjónustu er af hinu góða, ekki síst í ljósi nýrra frétta um verðlaun Lonely Planet sem útnefna Vesturland sem annað athyglisverðasta svæði í heimi til að ferðast um árið 2016,“ segir Kolfinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is