Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2015 06:01

Kirkjumálasjóður tapar máli um nýtingu hlunninda

Kirkjumálasjóður tapaði í síðustu viku fyrir Héraðsdómi Vesturlands máli sem sjóðurinn höfðaði gegn Kára H Jónssyni landeiganda að jörðinni Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Í máli sjóðsins gegn Kára hélt kirkjan því fram að öll hlunnindi að æðarvarpi í Gamlahólma í Hagavatni, tilheyrði kirkjujörðinni og prestsetrinu að Staðastað og að öðrum en kirkjunni, sem eiganda Staðastaðar, væri óheimilt að nýta þessi hlunnindi. Kári hefur um árabil tekist á við Biskupsstofu um æðardún sem hann tínir á landi sínu, en kirkjan vildi fá viðurkennt að hún ætti rétt á tekjum af fjórum kílóum af dúni á ári hverju með vísan í lög um ítöku frá 1952.  Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir í málinu nein gögn, eins og skattframtöl eða önnur rekstrargögn, sem renna styrkari stoðum undir eða sýni fram á að dúntekja í hólmanum hafi verið stunduð óslitið og samfleytt frá Staðastað eftir 8. júlí 1954, þegar fyrrnefnd lög tóku gildi, þannig að til hefðar gæti hafa stofnast, en kirkjan hélt því fram að ákveðin hefð á tínslu æðardúns væri komin á, sem gerði það að verkum að kirkjan ætti hlutdeild í öllum verðmætum sem skapast af tínslunni. Þessu hafnaði héraðsdómur.

Sjálfur kveðst Kári í samtali við Skessuhorn hafa á sínum tíma boðist til að semja um málið til að koma í veg fyrir dómsmál, en því hafi kirkjan hafnað.  Dómsorð voru þau að Kári H Jónsson var sýknaður af dómkröfum Kirkjumálasjóðs og getur óáreittur haldið áfram að tína æðardún á landi sínu. Kirkjumálasjóði var gert að greiða 1.200 þúsund krónur í málskostnað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is