Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2015 09:25

Hagdeild ASÍ segir hið opinbera verða að gæta meira aðhalds

Alþýðusamband Íslands kynnti í liðinni viku hagspá haustsins um horfur í íslensku efnahagslífi. Þar er bent á að órói hafi einkennt vinnumarkaðinn og að hið opinbera megi ekki sýna af sér lausung í rekstri eins og vísbendingar eru um sem leiða mun til of mikillar þenslu. „Það eru ágætar horfur í íslensku efnahagslífi. Samkvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ má gera ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Hagvöxturinn verður drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einkaneysla og fjárfestingar vaxa mikið og gangi spáin eftir fara fjárfestingar yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum. Sjö árum eftir hrun fjármálakerfisins erum við því um margt í góðri stöðu en áhyggjuefnin eru gamalkunn; versnandi verðbólguhorfur og háir vextir. Skýringarnar eru líka gamalkunnar; lausung i hagstjórn og spenna á vinnumarkaði,“ segir í kynningu hagspár ASÍ.

„Við núverandi aðstæður í hagkerfinu er mikilvægt að að ríki og sveitarfélög sýni aðhald í rekstri. Sú er ekki raunin. Taka þarf fjármál beggja aðila fastari tökum. Það er ekki nóg að fjármálaráðherra leggi fram hallalaust frumvarp til fjárlaga. Tekjur ríkissjóðs vaxa mikið í uppsveiflu og því mikilvægt að ríkissjóður skili verulegum afgangi. Með því temprar ríkið hagsveifluna, vinnur gegn þenslunni og dregur úr þörf Seðlabankans á að hækka vexti. Á þetta benti peningastefnunefnd Seðlabankans við síðustu vaxtaákvörðun eða eins og segir í yfirlýsingu nefndarinnar frá 30. september: „Að teknu tilliti til hagsveiflu felur vænt afkoma ríkissjóðs í ár og frumvarp til fjárlaga 2016 hins vegar í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum sem að óbreyttu kallar á meira peningalegt aðhald en ella.“ Við þessum varnaðarorðum þurfa Alþingi og fjármálaráðherra að bregðast.

Þá hefur ósamstaða, órói og átök einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að fjármálaráðherra og framhaldsskólakennarar höfnuðu þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013. Síðan þá hefur hver hópur á vinnumarkaði farið fram og reynt að rétta sinn hlut óháð því hvaða áhrif slíkt hefði á aðra hópa eða hagkerfið. Mikilvægt er að það takist að rjúfa þennan vítahring, jafna stöðu ólíkra hópa á vinnumarkaði og vinna að því að launahækkanir samræmist efnahagslegum stöðugleika til lengri tíma. Spá hagdeildar byggir á þeirri forsendu að það takist. Takist það ekki munu verðbólguhorfur verða mun lakari en hér er spáð.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is